Laugardagur, 22. nóvember 2008
"Ég hafði ekki glóru"
Hvers vegna borgaði fjárfestingarfyrirtæki á Wall Street 24 ára gömlum manni hundruð þúsunda dollara til að "veita fullorðnum ráðgjöf um verðbréfakaup"? Þessi maður lítur til baka, nú rúmlega 20 árum síðar, og skilur enn ekkert í þessu.
Sjá grein Michael Lewis hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er nokkuð mögnuð lesning. Ég las aðeins fyrsta hlutann (ennþá) en maður þarf ekki að lesa margar málsgreinar til að sjá fyrir sér Ísland, ofurlaun og stuttbuxur.
Þetta með að bókin hafi orðið "how-to-manual" er kostulegt.
Haraldur Hansson, 22.11.2008 kl. 12:42
Frábær grein.
Takk fyrir linkinn.
nicejerk, 22.11.2008 kl. 14:07
...He called Standard & Poor’s and asked what would happen to default rates if real estate prices fell. The man at S&P couldn’t say; its model for home prices had no ability to accept a negative number. “They were just assuming home prices would keep going up,” Eisman says.
Alveg ótrúleg setning - en líklega er þetta í samræmi við lán íslensku bankanna til eignarhaldsfélaga svo þau gætu keypt hluti í bönkunum og pumpað verðið á þeim upp.
Allir með áhuga á bankaleiknum ættu að lesa þessa grein vandlega.
Matthías
Ár & síð, 22.11.2008 kl. 16:44
Þetta var eins og besti reyfari að lesa. Eftirminnileg setning, sem kemur þarna í lokin:
"When a Wall Street investment bank screwed up badly enough, its risks became the problem of the U.S. government. “It’s laissez-faire until you get in deep shit,”
Mæli eindregið með að menn lesi þetta til enda.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.11.2008 kl. 20:27
Þetta er fín grein sem þú vísar til þarna. Margt fróðlegt sem kemur þarna fram.
En hef gaman af því að snúa sjónarhorninu aðeins. Þú veltir því fyrir þér hver borgi ungum manni risaupphæðir til að ráðleggja fullorðnu fólki um verðbréfakaup.
Ég velti því fyrir mér, hvað fær fullorðið fólk til að koma með peningana sína til þessa fólks?
Færðu þetta yfir á Ísland síðastliðin ár. Það voru allir hneykslaðir á "ofurlaununum", eða hvað? En samt skokkaði fólkið með peningana sína til þessarra manna, út af hverju? Vegna þess að þeir "lofuðu" góðri ávöxtun (þó algerlega án ábyrgðar).
Veltu því líka fyrir þér hvor virki meira traustvekjandi bankamaðurinn sem hefur 100.000 dollar í árslaun, eða sá sem hefur 30.000.
Rökréttast hlýtur að vera að álykta að sá sem hefur 100.000, sé miklu klárari, hefði skilað meiri árangri o.s.frv., eða er það ekki?
Svo má líka velta fyrir sér þátt fjölmiðla í þessu dæmi.
Hvað birtust margar greinar og fréttir í Íslenskum miðlum um hagkvæmni "myntkörfulána", eða innblásnar greinar um velgengni Íslenskra fyrirtækja? Fyrirtækja eins og FL-Group, Eimskips og fleirri. Hljómaði það ekki vel að fá hlut í þessum gríðar hagnaði?
100.000 dollar mennirnar þurftu ekki að gera neitt annað en að hljóma trúverðugir, taka á móti fólkinu sem kom með peningana sína og dreif hlutabréfin upp.
En á hitt ber líka að líta, að til lengri tíma litið hafa hlutabréfakaup skilað betri ávöxtun en aðrir kostir, en það er líka auðvelt að tapa, allt eftir því hvernig "karfan" er sett saman.
G. Tómas Gunnarsson, 23.11.2008 kl. 15:16
Já, þetta er fín og vel skrifuð grein. Að vísu má helst ráða af henni að verðbréfamarkaður sé næstum eins og svokallað Nígeríusvindl, þegar öll kurl koma til grafar.
Trúverðugleiki skipti öllu. Og ofurlaunin hafa kannski átt þátt í að skapa hann.
Það sem þú segir um þátt fjölmiðlanna, Tommi, er alveg hárrétt athugað. Samanber þetta Viðhorf sem ég skrifaði í hittiðfyrra.
Kristján G. Arngrímsson, 23.11.2008 kl. 16:15
Þarf að gefa mér tíma seinna í að klára greinina en þetta er mögnuð lesning hingað til og örugglega það sama sem átti sér stað hér.
Ævar Rafn Kjartansson, 3.12.2008 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.