Siðblinda

Líklega er það tilfellið að maður skyldi alltaf vara sig á heillandi og aðsópsmiklum sterkum leiðtogum. Allar rannsóknir hafa lengi bent til þess að mikill sjarmi og sjálfsöryggi séu helstu einkenni siðblindu (psychopathy). Siðblint fólk er "predatorar samfélagsins" - rándýr sem fara sínu fram og hika ekki við að gera það sem þeim sýnist við annað fólk. 

Nú eru þetta fráleitt ný sannindi og þess vegna mjög athyglisverð spurning hvers vegna ekkert breytist. Hvers vegna við höldum áfram að trúa á og treysta stjórsjarmörum og viljasterkum mönnum - þegar margbúið er að sýna fram á að við ættum alltaf að varast þá.

Talsverðar líkur eru á að einhver mjög heillandi og sterkur leiðtogi sem maður treystir fullkomlega nákvæmlega núna sé síkópati.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband