Það sem ekki verður mælt
Þriðjudagur, 7. desember 2021
Eftirfarandi tilvitnun er eignuð bandaríska fræðimanninum Daniel Yankelovich, og má kannski segja að þetta sé hnitmiðuð lýsing á samtímanum á margan hátt:
"Í fyrsta lagi skal mæla allt sem auðvelt er að mæla. Þetta er ágætt svo langt sem það nær. Í öðru lagi skal líta framhjá því sem ekki er hægt að mæla eða áætla magn þess af handahófi. Þetta er gervilegt og villandi. Í þriðja lagi skal gera ráð fyrir að það sem ekki er auðveldlega hægt að mæla sé ekki mjög mikilvægt. Þetta er blinda. í fjórða lagi skal fullyrða að það sem ekki er auðvelt að mæla sé í rauninni ekki til. Þetta er sjálfsvíg."
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.