Færsluflokkur: Bloggar
29.6.2006 | 10:15
Bloggfrí
Blogg geta verið til margs nytsamleg. Þau geta meira að segja orðið manni efni í uppgötvanir um sjálfan sig. Þannig hefur þessi atlaga mín að því að halda úti bloggsíðu orðið til þess að ég gerði mér grein fyrir að ég hef greinilega ekki nærri því eins mikla tjáningarþörf og ég hélt mig hafa. Um daginn breyttist þessi bloggsíða sumsé í geymslustað fyrir Viðhorf og önnur skrif mín á síður Morgunblaðsins. Og það er ágætt.
En þar sem ég er nú að fara í langt sumarfrí - alveg fram í september - mun engin hreyfing verða á blogginu næstu tvo mánuði. Bloggfrí.
Bloggar | Breytt 7.8.2006 kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)