4.4.2006 | 12:37
Lífskjör kanadískra skúringakvenna
Besta dagblað í heimi, The Globe and Mail í Kanada, birti á laugardaginn alveg mergjaða frásögn blaðakonunnar Jan Wong af lífskjörum hreingerningarkvenna í Toronto, sem eru eiginlega neðan við neðstu þrep launaskalans. Það er ekki bara að umfjöllunarefnið sé athyglisvert heldur er þessi grein afspyrnu gott dæmi um blaðamennsku eins og hún gerist allra best.
Wong fór ekki leið íslenskra fjölmiðla og tók endalaus viðtöl. Nei, hún réði sig í vinnu í einn mánuð sem skúringakona, eins og það myndi kannski helst heita á íslensku. Og þessi grein er okkur fjölmiðlungum og blaðurmönnum líka góð áminning um það, að við þurfum ekki alltaf að fjalla um stjórnmál, fjármál eða fjarlægar slóðir (nú eða frægt fólk) til að eitthvað sé varið í skrifin okkar.
Það ætti að vera hægt að finna greinina HÉRNA.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:46 | Facebook
Athugasemdir
Sjálfum finnst mér The Irish Times með þeim bestu, það hefur þó að vísu mest með það að gera að ég bjó á Írlandi. Er kannski svipuð skýring fyrir aðdáun þinni á því kanadíska?! Verst að vefútgáfu The Irish Times var lokað fyrir non-paying aðila fyrir margt löngu og nú verð ég að láta mér duga The Irish Independent, sem mér finnst sveitalegra.
Davíð Logi Sigurðsson, 5.4.2006 kl. 10:17
Snilldargrein! Þú verður eiginlega að setja framhaldið hérna líka þegar það birtist. kv. Bryndís
Bryndís Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2006 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.