Sķšasta setningin

Višhorf, Morgunblašiš 9. jan. 2007

Žann 25. jśnķ 1993 birtist į forsķšu Morgunblašsins lķtil frétt meš fyrirsögninni: "Sķšasta setning Fermats leyst". Ķ fréttinni sagši aš breskur prófessor, Andrew Wiles aš nafni, hefši fundiš lausn į gįtu sem mestu stęršfręšisnillingar hefšu glķmt viš įn įrangurs ķ 300 įr.

"Wiles flutti fyrirlestra um tilgįtu Fermats į fundi meš stęršfręšingum ķ Cambridge-hįskóla nś ķ vikunni en žaš var žó ekki fyrr en ķ sķšustu setningunni ķ sķšasta fyrirlestrinum į sķšasta degi, aš hann opinberaši lausnina," sagši ķ fréttinni.

Žetta sumar hafši ég ķ fyrsta sinn veriš rįšinn ķ afleysingar į erlendu fréttadeildinni į Morgunblašinu og žaš er eins og mig minni aš ég hafi fengiš žaš verkefni aš skrifa žessa frétt. Ég man žaš žó ekki nįkvęmlega en ég man vel eftir žvķ žegar žetta var rętt į fréttafundi.

(Og svo žaš fari nś ekki į milli mįla var um aš ręša Pierre de Fermat, franskan įhugastęršfręšing sem var uppi 1601-1665. Sķšasta setningin hans, sem svo er nefnd, er sś fullyršing aš jafnan x n+y n=z n eigi sér enga jįkvęša heiltölulausn ef n er stęrra en 2).

Sem fyrr segir birtist žessi frétt į forsķšu en į žessum tķma voru eingöngu erlendar fréttir į forsķšu Morgunblašsins og ekki er vķst aš nś myndi žessi frétt žykja nógu merkileg til aš rata į forsķšuna. En hśn įtti svo sannarlega heima žar. Ég veit ekki hvort lesendur Morgunblašsins hafa yfirleitt gert sér grein fyrir žvķ hvaš žetta var ķ rauninni risavaxin frétt. Svo mikiš er vķst aš ég gerši mér enga grein fyrir žvķ hvaš žetta voru mikil tķmamót.

En Adam var ekki lengi ķ Paradķs.

Um žaš bil hįlfu įri sķšar, eša laugardaginn 11. desember 1993, birtist į forsķšu Morgunblašsins önnur lķtil frétt og sś hafši fyrirsögnina: "Sķšasta setning Fermats enn órįšin". Ég veit fyrir vķst aš ég kom hvergi nįlęgt žeirri frétt, einfaldlega vegna žess aš į žessum įrum var ég bara sumarmašur į Morgunblašinu.

Ķ žessari frétt kom fram, aš įšurnefndur Andrew Wiles, hefši višurkennt aš endanleg sönnun į stęršfręširįšgįtunni sem hann hefši tališ sig vera bśinn aš sanna ętlaši aš lįta standa į sér. "Ķ sumar var hann hylltur fyrir eitt mesta stęršfręšiafrek aldarinnar en sķšan hefur tregša hans viš aš birta nįkvęmar upplżsingar vakiš gremju kollega hans," segir ķ fréttinni.

Og nśna rétt fyrir jól kom śt ķ lęrdómsritaröš Hins ķslenska bókmenntafélags ķslensk žżšing Kristķnar Höllu Jónsdóttur į bókinni Sķšasta setning Fermats eftir Simon Singh, sem hefst ķ Cambridge ķ Bretlandi 23. jśnķ 1993, eša daginn įšur en fyrrgreind frétt Morgunblašsins um hina meintu lausn gįtunnar var skrifuš.

Ķ bókinni rekur Singh sögu žessarar fręgustu rįšgįtu stęršfręšinnar og glķmu fjölmargra stęršfręšinga viš hana. Žaš mętti kannski kalla žessa bók "fręšireyfara", žvķ sagan er svo sannarlega reyfarakennd į köflum - og ekki sķšur drepfyndin stundum. Og mašur žarf ekki aš hafa hundsvit į stęršfręši til aš njóta hennar.

"Veriš var aš flytja mikilvęgasta stęršfręšifyrirlestur aldarinnar," byrjar Singh frįsögn sķna. "Tvö hundruš stęršfręšingar fylgdust meš sem bergnumdir vęru." En fyrsta kafla bókarinnar lżkur eins og žętti af sįpuóperu ķ sjónvarpi: "En mešan glešin réš rķkjum ķ Newton-stofnuninni bjóst ógęfan heiman aš. Wiles naut stundarinnar en hvorki hann né ašrir višstaddir gįtu vitaš um skelfinguna sem var ķ ašsigi".

Žaš kom sem sé į daginn, eins og Morgunblašiš greindi lesendum sķnum samviskusamlega frį ķ desember 1993, aš stęršfręšingar sem fengu žaš hlutverk aš yfirfara sönnun Wiles, žóttust finna ķ henni bresti, og Wiles gekkst viš žvķ aš žótt sönnun sķn hafi frįleitt veriš einföld vęri mįliš jafnvel enn flóknara. Žó var ekki žar meš sagt aš lausn gįtunnar vęri endanlega runnin honum śr greipum - kannski var hęgt aš gera umbętur į sönnuninni žannig aš gįtan vęri leyst. Tókst žaš?

Žaš žżšir ekki aš leita svara viš žeirri spurningu ķ gagnasafni Morgunblašsins. Hafi Wiles eša einhverjum öšrum tekist aš leysa žann vanda sem upp kom eftir aš hann flutti sinn fręga fyrirlestur hefur Morgunblašiš aš minnsta kosti ekki sagt frį žvķ.

Ég skal višurkenna aš žótt ég geti ekki fyrir mitt litla lķf munaš hvort žaš var ég sem skrifaši forsķšufrétt Morgunblašsins af fundinum fręga ķ Cambridge ķ jśnķ '93 langar mig til aš hafa skrifaš hana. Vegna žess aš hafi ég gert žaš get ég stęrt mig af žvķ aš hafa oršiš žįtttakandi (žó vissulega hafi hlutverkiš veriš agnarsmįtt) ķ sögu žessarar alręmdustu žrautar stęršfręšinnar.

Og sś saga - eins og Singh rekur ķ bókinni - er ekkert smįręši. "Leitin aš sönnun į sķšustu setningu Fermats hefur kallaš til leiks mestu gįfumenni undir sólinni, snśist um gķfurleg veršlaun og valdiš mönnum slķkri örvęntingu aš til sjįlfsvķga og einvķga hefur komiš" (bls. 119).

Hvaš lesendur Morgunblašsins varšar er žeirri spurningu enn ósvaraš hvort gįtan um sķšustu setningu Fermats hafi veriš leyst. Sem žżšir ķ raun, aš samkvęmt Morgunblašinu er hśn enn óleyst. En er hśn žaš?

Vissulega er freistandi aš nota žetta tękifęri hér ķ žessum pistli til aš blanda sér aftur ķ söguna af žessari fręgu gįtu meš žvķ aš segja lesendum nś frį žvķ hvort hśn hafi veriš leyst ešur ei. En ég ętla aš standast žessa freistingu og benda žeim lesendum sem ekki vita svariš nś žegar į aš lesa frekar bók Singhs.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Hlynur Žór Magnśsson

Sönnunin sem Fermat žóttist hafa fundiš er ófundin enn, mér vitanlega.

Hlynur Žór Magnśsson, 9.1.2007 kl. 16:03

2 Smįmynd: geršur rósa gunnarsdóttir

Jį, hśn er hörkuspennandi.

geršur rósa gunnarsdóttir, 9.1.2007 kl. 19:05

3 Smįmynd: Kristjįn G. Arngrķmsson

Ég rek augun ķ žaš nśna aš jafnan hefur ruglast žegar ég fęrši žetta yfir į bloggiš - en góšfśsir lesendur įtta sig vęntanlega į žvķ aš n-in ķ henni eiga aš vera veldisvķsar. Annaš: Wiles var alls ekki aš leita aš nįkvęmlega sömu sönnun og Fermat, Wiles notaši ķ sinni tilraun allskyns stęršfręši sem var ekki til į dögum Fermats og fann helling upp sjįlfur.

Kristjįn G. Arngrķmsson, 9.1.2007 kl. 20:31

4 Smįmynd: geršur rósa gunnarsdóttir

Hahaha, jį žessir veldisvķsar eiga žaš vķst til aš vera svolķtiš žungir į sér ķ textavinnslunni ;)

geršur rósa gunnarsdóttir, 18.1.2007 kl. 17:56

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband