Færsluflokkur: Bloggar

Eru vísindaleg aðferð, rökhugsun og stærðfræði einfaldlega valdatæki elítunnar?

Stutt og hnitmiðuð grein eftir Richard Dawkins.

The insidious attacks on scientific truth


Trójuhesturinn Joe Biden og kænska sögunnar

Það er ég viss um að einhverstaðar er Hegel gamli núna brosandi út að eyrum - sem var honum reyndar alls ekki tamt, hann þótti frekar fýlulegur.

Sigur Joe Biden í Bandaríkjunum er nefnilega skólabókardæmi um það sem Hegel kallaði "kænsku sögunnar" - hvernig einstaka manneskjur eru ekki annað en lítil peð á skákborði hinnar sögulegu framvindu. 

Því að Joe Biden er Trójuhestur - nægilega sléttur og felldur til að mikill fjöldi Bandaríkjamanna gat hugsað sér að kjósa hann frekar en Trump; eða til að losna við Trump.

En hið sögulega hlutverk Bidens er að koma Kamala Harris í forsetastólinn. Því eins og bent hefur verið á er Biden nokkuð við aldur og ekki víst að hann haldi út kjörtímabilið.

Hann verður þó að öllum líkindum einhver merkasti forseti í sögu Bandaríkjanna - ekki síst þegar Harris tekur við.


Þrautseigja og ró

„Líf þitt er það sem hugur þinn gerir úr því,“ skrifaði Markús Árelíus Rómarkeisari í minnisbókina sína árið 180 (eða þar um bil) þegar hann var í löngum herleiðangri um Dónárlöndin. Þessi setning er að segja má kjarninn í svonefndri Stóuspeki, sem átti upptök sín hjá forngrískum heimspekingum en varð eiginlega opinber lífsspeki Rómverja.

Þessi forna speki hefur ætíð átt sér fylgjendur en virðist núna njóta kannski en meiri hylli en oft áður, sbr. bók William B. Irvine, sem er „sístækkandi hópi heimspekinga sem vilja auka veg Stóuspekinnar,“ eins og segir í þessari grein í Irish Times. Ég meina, hver vill ekki verða „harðari af sér, rólegri og þrautseigari,“ sbr. undirtitil bókarinnar.

Reyndar eru Hugleiðingar eftir Markús Árelíus með vinsælli heimspekibókum, eins og best sást þegar hún komst á metsölulista í Bretlandi árið 1995, eitt þúsund og átta hundruð árum eftir að hún var skrifuð. Ég veit ekki til þess að bókin hafi verið þýdd á íslensku, en það væri þörf á því.


Siðferðilslegt stærilæti?

Hvernig skyldi vera best að þýða „moral grandstanding“ á íslensku? Siðferðilegt stærilæti? Siðferðisoflæti? Eitthvað í þá áttina. En hvað er um að ræða? Hér er grein, allrar athygli verð, í Scientific American, sem telst nú ekki neinn falsfréttamiðill.

Greinin byrjar svona:

„Ertu mjög sammála eftirfarandi fullyrðingum?

  • Þegar ég deili siðferðilegum og pólitískum viðhorfum mínum vil ég sýna þeim sem eru mér ósammála að ég sé betri en þeir.
  • Þegar ég deili siðferðis- og stjórnmálaviðhorfum mínum er það tilgangur minn að fólki sem er mér ósammála líði illa.
  • Þegar ég deili siðferðis- og stjórnmálaviðhorfum mínum er það von mín að fólk sem er ólíkt mér skammist sín fyrir sín eigin viðhorf.   

Ef svo er gætir þú talist flokksbundinn siðferðisoflátungur.“

Hérna er svo tengill á greinina.


Ofmetnir spekingar: Wittgenstein

Af einhverjum ástæðum hefur heimspekina aldrei skort narsissíska rudda. Einn þeirra var austurríkismaðurinn Ludwig Wittgenstein. En hann skorti þó ekki lærisveina, sem sátu sem lamaðir í kjölsogi snillingsins. 

Tilvitnun: „Wittgenstein has been more of a cult than an argument, an irrationalist movement in a supposedly rational discipline. Like Russell, Wittgenstein’s followers know he is right; the only difficulty is knowing what he meant.“

„Snillingurinn“ sjálfur og lærisveinar hans fá hérna á baukinn. 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband