Þrautseigja og ró

„Líf þitt er það sem hugur þinn gerir úr því,“ skrifaði Markús Árelíus Rómarkeisari í minnisbókina sína árið 180 (eða þar um bil) þegar hann var í löngum herleiðangri um Dónárlöndin. Þessi setning er að segja má kjarninn í svonefndri Stóuspeki, sem átti upptök sín hjá forngrískum heimspekingum en varð eiginlega opinber lífsspeki Rómverja.

Þessi forna speki hefur ætíð átt sér fylgjendur en virðist núna njóta kannski en meiri hylli en oft áður, sbr. bók William B. Irvine, sem er „sístækkandi hópi heimspekinga sem vilja auka veg Stóuspekinnar,“ eins og segir í þessari grein í Irish Times. Ég meina, hver vill ekki verða „harðari af sér, rólegri og þrautseigari,“ sbr. undirtitil bókarinnar.

Reyndar eru Hugleiðingar eftir Markús Árelíus með vinsælli heimspekibókum, eins og best sást þegar hún komst á metsölulista í Bretlandi árið 1995, eitt þúsund og átta hundruð árum eftir að hún var skrifuð. Ég veit ekki til þess að bókin hafi verið þýdd á íslensku, en það væri þörf á því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband