Siðferðilslegt stærilæti?

Hvernig skyldi vera best að þýða „moral grandstanding“ á íslensku? Siðferðilegt stærilæti? Siðferðisoflæti? Eitthvað í þá áttina. En hvað er um að ræða? Hér er grein, allrar athygli verð, í Scientific American, sem telst nú ekki neinn falsfréttamiðill.

Greinin byrjar svona:

„Ertu mjög sammála eftirfarandi fullyrðingum?

  • Þegar ég deili siðferðilegum og pólitískum viðhorfum mínum vil ég sýna þeim sem eru mér ósammála að ég sé betri en þeir.
  • Þegar ég deili siðferðis- og stjórnmálaviðhorfum mínum er það tilgangur minn að fólki sem er mér ósammála líði illa.
  • Þegar ég deili siðferðis- og stjórnmálaviðhorfum mínum er það von mín að fólk sem er ólíkt mér skammist sín fyrir sín eigin viðhorf.   

Ef svo er gætir þú talist flokksbundinn siðferðisoflátungur.“

Hérna er svo tengill á greinina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband