Trójuhesturinn Joe Biden og kænska sögunnar

Það er ég viss um að einhverstaðar er Hegel gamli núna brosandi út að eyrum - sem var honum reyndar alls ekki tamt, hann þótti frekar fýlulegur.

Sigur Joe Biden í Bandaríkjunum er nefnilega skólabókardæmi um það sem Hegel kallaði "kænsku sögunnar" - hvernig einstaka manneskjur eru ekki annað en lítil peð á skákborði hinnar sögulegu framvindu. 

Því að Joe Biden er Trójuhestur - nægilega sléttur og felldur til að mikill fjöldi Bandaríkjamanna gat hugsað sér að kjósa hann frekar en Trump; eða til að losna við Trump.

En hið sögulega hlutverk Bidens er að koma Kamala Harris í forsetastólinn. Því eins og bent hefur verið á er Biden nokkuð við aldur og ekki víst að hann haldi út kjörtímabilið.

Hann verður þó að öllum líkindum einhver merkasti forseti í sögu Bandaríkjanna - ekki síst þegar Harris tekur við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðast en ekki síst þá eru pólitískar línur mun skýrari.

Nú eru það Glóbalistar versus Anti-Glóbalistar.

Merkel 7.11.2020 kl. 18:42

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband