Bloggfrí

c_documents_and_settings_austur_desktop_brandur1.jpg

Blogg geta verið til margs nytsamleg. Þau geta meira að segja orðið manni efni í uppgötvanir um sjálfan sig. Þannig hefur þessi atlaga mín að því að halda úti bloggsíðu orðið til þess að ég gerði mér grein fyrir að ég hef greinilega ekki nærri því eins mikla tjáningarþörf og ég hélt mig hafa. Um daginn breyttist þessi bloggsíða sumsé í geymslustað fyrir Viðhorf og önnur skrif mín á síður Morgunblaðsins. Og það er ágætt.

En þar sem ég er nú að fara í langt sumarfrí - alveg fram í september - mun engin hreyfing verða á blogginu næstu tvo mánuði. Bloggfrí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hvaða leti er þetta yfir hábjargræðistímann. Fara bara í langt frí, þegar gúrkurnar spretta sem aldrei fyrr.

En, ég samt þér samt alls hins besta í sumar, þú gætir jafnvel brugðið undir þig betri fætinum. Nú er nóg pláss að Bjórá.

Bestu Kveðjur

Tommi

G. Tómas Gunnarsson, 29.6.2006 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband