KGA

Taugafræðileg útskýring á áhættusækni

Áhættusækni var eitt af einkennum íslensku útrásarvíkinganna. Samkvæmt nýrri rannsókn á áhættusækni sér taugafræðilegar skýringar. Þetta er athyglisverð lesning fyrir Íslendinga einmitt núna.

Hinir áhættusæknu hafa samkvæmt þessu minna af dópamínviðtökum í heilanum. Þetta er einnig einkenni þeirra sem eru líklegir til ofneyslu hverskyns fíkniefna.

"Animal experiments have already shown that, like humans, some respond differently to novel environments - and those who explore them are more likely to self-administer cocaine when given the chance," segir í frétt BBC.

Þetta virðist vera einhverskonar ónæmi fyrir umhverfinu, sem leiðir til þarfar fyrir meiri og sterkari áreiti en þeir þurfa sem hafa eðlilega dópamínviðtaka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband