KGA

Vonlaust verk

Það er því miður harla vonlítið verk að ætla að "bæta ásýnd" þessa volaða torgs. Eiginlega glatað. Arkitektúrinn sem þarna er - þessi dæmigerða, íslenska stein- og stálbitaestetík - sér til þess.

Líklega upplifum við nú niðurlægingartíma í byggingasögu landsins. Fræðingar framtíðarinnar munu geta greint hvað olli, en núna í fárinu miðju sjáum við það ekki. Rannsóknarefni af hverju byggð eru svona ljót og mannfjandsamleg hús núna.

Sennilega hefur það eitthvað með að gera að einhver tækni blindar þá sem vinna verkin. Það hefur oftast verið þannig.


mbl.is Ætla að bæta ásýnd Hafnartorgs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Myndin í Mogganum, af áformunum, sýnir glöggt hversu vonlaust þetta er: Þrír hringlaga kassar, þar af tveir með einhverjum plöntudruslum. Eina von þessa svæðis er að rífa blokkirnar og byggja almennileg hús sem falla að umhverfinu.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.3.2021 kl. 21:44

2 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þetta verður nú seint rifið, það myndi kosta doltið mikið. Þetta verður bara sona, venst kannski eins og ýmislegt annað vont.

Kristján G. Arngrímsson, 31.3.2021 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband