KGA

Færsluflokkur: Bloggar

"a never-ending assembly line of death"

Á Indlandi núna, "a never-ending assembly line of death" - er þetta ekki dálítið hryllileg frásögn? Eða er New York Times að ljúga að okkur? Hvað segja allar efasemdaraddirnar hérna á blog.is?

Sjá hér.

 


Vonlaust verk

Það er því miður harla vonlítið verk að ætla að "bæta ásýnd" þessa volaða torgs. Eiginlega glatað. Arkitektúrinn sem þarna er - þessi dæmigerða, íslenska stein- og stálbitaestetík - sér til þess.

Líklega upplifum við nú niðurlægingartíma í byggingasögu landsins. Fræðingar framtíðarinnar munu geta greint hvað olli, en núna í fárinu miðju sjáum við það ekki. Rannsóknarefni af hverju byggð eru svona ljót og mannfjandsamleg hús núna.

Sennilega hefur það eitthvað með að gera að einhver tækni blindar þá sem vinna verkin. Það hefur oftast verið þannig.


mbl.is Ætla að bæta ásýnd Hafnartorgs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband