KGA

"Irrational exuberance"

Bráðathyglisverð grein eftir sálfræðing, Stephen Greenspan, um ástæður fjárfestingamaníu á borð við þá sem greip íslensku þjóðina. Það sem líklega hefur ráðið mestu var það sem nefnt er "social feedback loop," að viðbættum "irrational exuberance" og svo dágóðum skammti af trúgirni.

Stephen þessi kveðst óskyldur Alan með sama eftirnafn, og segir m.a. frá því hvernig hann féll sjálfur í Ponzi-gildru Madoffs. Þótt greinin fjalli aðallega um Ponzi-gabb á það sem fram kemur að flestu leyti við um bólur eins og þá sem er nýsprungin hér.

Spurningin er hvort íslenska fjárfestingabólan passi ekki snyrtilega á listann yfir þær fjárfestingarmaníur sem útskýranlegar eru með "the feedback loop theory of investor bubbles" eftir Robert Schiller, sem Greenspan vitnar í.

(Stærð bólunnar má lesa úr tölum um stöðu Úrvalsvísitölunnar nú og þegar hún var hæst; núna mun hún vera tuttugu sinnum lægri en þegar bólan var þanin sem mest).

Grein Stephen Greenspan er hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég segi bara eins og Geir Haarde: Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur og það þarf að leiðrétta þetta erlendis.  Þá á hann við að lánskjaravísitalan fór úr 9000 í 6000 á nokkrum mánuðum og upps er í 300 núna.

Höldum áfram að trúa greiningardeildum bankanna

Anna 27.12.2008 kl. 02:53

2 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Einhver góður maður sagði að greiningardeildir bankanna væru í rauninni auglýsingastofur þeirra. "Greiningardeild" er bara svo vísindalegt og lítur út eins og það sem fram fari sé alveg hlutlaust.

Stjórnmálamenn hér voru í sama hlutverki og greiningardeildirnar, þ.e. að reyna að "tala upp" hlutabréfaverðið. Það var alveg bannað að segja hlutina eins og þeir voru, þ.e. að segja sannleikann, vegna þess að slíkt var talið myndu hafa slæm áhrif á hlutabréfaverðið.

Naumast að fólkið hafði trú á mætti eigin orða.

Kristján G. Arngrímsson, 27.12.2008 kl. 09:57

3 Smámynd: Survival of the fittest

Meðal greindur maður og lítið greind kona hefðu ekki getað stefnt skútunni í það sker sem hún er föst í núna og verður föst þar um óvitaðann tíma.  Þetta er allt því lík og önnur eins vitleysa að engum hefði dottið slíkt í hug nema vera að hluta til haldinn ofuróheilbrigðri skynsemi. 

Það er spurning hvort hægt væri að opna stofnun fyrir ofurfjárfesta til þess að láta fjárfestingarfíknina renna af þeim ? Sú stofnun yrði algjörlega rekin á þeirra eigin kostnað að sjálfsögðu.  

Survival of the fittest, 27.12.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband