Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hógværi pólitíkusinn

Er hann til? Er nema von að maður efist? Og gæti verið að hógværð sé það sem vantar í íslenska pólitík til þess að auka virðingu fyrir stjórnmálastéttinni? Einhverstaðar las ég um daginn að það væri næstum því klisja að hógværð væri forsenda lýðræðis - svo sjálfsögð væru þau sannindi.

En hvers vegna er það almenna reglan í íslenskri pólitík að fólk segi ekki af sér - finnist það jafnvel fráleit hugmynd?

Nú er ekki gott að segja hvort það er að hógvært fólk fari ekki í pólitík, eða að pólitík geri mann hrokafullan. En hitt er alveg ljóst að hroki er löstur. Hógværð er dygð.

Kannski yfirsést pólitíkusum að hógværð er ekki andstæða hroka einvörðungu, heldur er hógværð líka andstæða undirlægjuháttar. Hógværð er - eins og dygðir eru - millivegurinn milli lastanna tveggja, hroka og undirlægjuháttar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband