29.3.2006 | 09:29
Nornabrækur
Í norðannepjunni sem hefur herjað á Vesturbæinn undanfarna daga hafa safnast nokkrar nornabrækur í tréin í húsagarðinum. Þar berjast þær í vindinum eins og - ja, brækur. Nornabrækur eru altso plastpokarnir sem berast undan vindi og krækjast í tré, girðingar, snúrustaura eða eitthvað annað sem hefur gripanga og sitja þar fastir. Mér skilst að sú hugdetta að kalla þetta fyrirbæri nornabrækur sé komin frá Írlandi. "Witches' Knickers" heitir þetta þar.
Ég fór að hafa orð á þessu yfir morgunmatnum einhverntíma í vikunni og benda heimilisfólkinu á þetta. Margrét, sem bráðum verður fjögurra ára, hefur síðan reglulega athugað hvort "nornanærbuxurnar", eins og hún kýs að kalla þetta, séu enn á sínum stað. Í morgun héngu þær þarna enn.
Athugasemdir
Hef grun um að eitthvað af þessum nornabrókum hafi komið úr braki gamla frystihússins sem var verið að rífa. Enda hefur þar örugglega verið samkomustaður norna gegnum tíðina og safnast upp mikið af brókum eftir næturlangan berrassadans.
Ásta Kristín Hauksdóttir, 29.3.2006 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.