Háværa þögnin

Er nauðsynlegt að almenningur beri sérstaka virðingu fyrir þingfólki? Yfirleitt virðist gengið út frá því að svarið við þessari spurningu (væri hennar yfirleitt spurt) sé já.

En ef raunverulegur áhugi er fyrir því af hálfu alþingisfólks að virðing almennings fyrir Alþingi aukist þarf líklega að byrja á því að þingfólk fari að sýna almenningi meiri virðingu. Virðing er gagnkvæm, að minnsta kosti núorðið og liðin sú tíð að virðing komi sjálfkrafa með háum embættum.

En það er ekki endilega augljóst að alþingisfólk hafi í raun og veru áhuga á því að virðing Alþingis aukist. Til að virðingin aukist þyrfti nefnilega að lækka þingfararkaupið talsvert, svo að alþingisfólk sé ekki lengur hluti af "opinberu yfirstéttinni" sem skammtar sjálfri sér laun.

Þurfi þingfólk að velja á milli hárra launa og aukinnar virðingar er kannski líklegra en hitt að háu launin yrðu fyrir valinu. Að minnsta kosti hefur ekki enn sést nein vísbending um annað, og ekki heyrst múkk frá þingfólki um þetta mikilvæga mál. Þessi háværa þögn bendir til að almennt velji þingfólkið frekar háu launin en virðinguna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband