Óháðir vísindamenn?

Ef Félag atvinnurekenda lét "vinna fyrir sig skýrslu" er alveg tómt mál að tala um að það hafi á nokkurn hátt verið "óháð" skýrsla, eins og Ólafur Stephensen segir í frétt RúvUm leið og "óháðu vísindamennirnir" hans Ólafs voru ráðnir til að vinna skýrslu fyrir Félag atvinnurekenda hættu vísindamennirnir að vera óháðir.

Og ef umræddur læknir "dregur pólitískar ályktanir" af vísindalegri þekkingu þá hlýtur það sama að eiga við um Félag atvinnurekenda. Það má vel vera að "áhættan af innfluttum mat" sé lítil sem engin, en það er nú bara hræsni í Ólafi að gera lítið úr gagnrýninni á þeim forsendum að hún sé af pólitískum toga, og láta þannig í veðri vaka að hans eigin ályktun sé alveg ópólitísk og þarafleiðandi miklu trúverðugri.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband