Agamben og "flensan"

Fín grein þar sem Giorgio Agamben er gagnrýndur fyrir illa grundaða andstöðu sína við sóttvarnaráðstafanir.

Tilvitnun:

"The problem is that Agamben has offered no philosophical tools to formulate any collective answer to the question of what matters most to us. Agamben has always been a man of the left, albeit an idiosyncratic anti-Marxist anarchist, but his apparent overlap with the right wing in his pandemic writings is no accident. If any action by the state, including by state medical authorities, is always intrinsically oppressive, then we have no alternative but to fall back on our own individuality—exactly the libertarian position that the right wing has used for decades to cut off in advance any effort to challenge existing power structures.

In Agamben s case, excessive distrust of any state authority has blinded him to the ways that individualistic approaches to the pandemic have reinforced corporate power while exacerbating the pandemic. The so-called essential workers, along with so many others, have been reduced to disposable bare life, not by direct state intervention, but by policies that claim to set them free. Whatever isolated insights we might be able to glean from Agamben s pandemic writings, a political thinker who can t see the ways that Western structures of power victimize us through our very freedom is missing a great deal—in fact, nearly everything."

 


Er sýndarveruleiki raunveruleiki?

Enginn annar en David Chalmers segir tækniframfarir senn útrýma muninum á raunveruleika og sýndarveruleika. 

Í Guardian.

Tja, maður hefur sínar efasemdir.

 


Hreinleikaspírall

Fyrirbærið hreinleikaspírall (e. purity spiral) er skilgreint sem það "ástand þegar fylgjendur tiltekinnar hugmyndafræði verða sífellt ákafari og einstrengingslegri uns þeir snúast gegn hver öðrum".

Í ágætum þætti á BBC4 í fyrra var fyrirbærið skilgreint m.a. sem einhverskonar "moral outbidding" - kannski á íslensku siðferðisyfirboð, þegar keppst er um að verða siðferðislega "hreinni" en næsti maður. 

Í þættinum segir Gavin Haynes:

"Hreinleikaspírall myndast þegar samfélag fer að einblína á eitt og sama gildi [e. value] sem á sér ekkert hámark og hefur enga almenna skilgreiningu sem sátt ríkir um. Afleiðingin verður einskonar siðferðislegur ætisofsi [e. feeding frenzy]. Öfgakennd dæmi um hreinleikaspíral er Deiglan, rauðu varðliðarnir hans Maós eða sýndarréttarhöld Stalíns." 

Kannski má þó segja að þekktasta dæmið um hreinleikaspíral sé ógnarstjórnin í Frakklandi í kjölfar byltingarinnar. Byltingarmennirnir kepptust við að vera sem hreinastir í byltingarandanum svo ekkert mátti út af bera. Úr varð sífelld yfirboð í byltingarandanum og þeir sem ekki voru nógu hreinir lentu í fallöxinni. Sem kunnugt er linnti ekki látum fyrr en sjálfur Robespierre var gerður höfðinu styttri.

Stundum er talað um að byltingin éti börnin sín. Hugmyndin um hreinleikaspíral getur útskýrt hvernig og hvers vegna það gerist.

Sagan virðist kenna að hreinleikaspíralar endi nokkurnveginn alltaf á sama veg. Hættan er sú að sagan haldi áfram að endurtaka sig.


Það sem ekki verður mælt

Eftirfarandi tilvitnun er eignuð bandaríska fræðimanninum Daniel Yankelovich, og má kannski segja að þetta sé hnitmiðuð lýsing á samtímanum á margan hátt:

"Í fyrsta lagi skal mæla allt sem auðvelt er að mæla. Þetta er ágætt svo langt sem það nær. Í öðru lagi skal líta framhjá því sem ekki er hægt að mæla eða áætla magn þess af handahófi. Þetta er gervilegt og villandi. Í þriðja lagi skal gera ráð fyrir að það sem ekki er auðveldlega hægt að mæla sé ekki mjög mikilvægt. Þetta er blinda. í fjórða lagi skal fullyrða að það sem ekki er auðvelt að mæla sé í rauninni ekki til. Þetta er sjálfsvíg."


Meira af stóra Stock-málinu

"How can ... psychological identity claims define material categories?" spyr Kathleen Stock í þessu athyglisverða viðtali

Þetta er heimspekilega eðlileg og góð spurning, er það ekki? Annarsvegar um að ræða áþreifanlega, efnislega staðreynd, og hins vegar óáþreifanlega hugmynd. Hvort tveggja sannarlega raunverulegt, en af tveim eðlisólíkum "kategóríum" (flokkum).

(Þetta er kannski soldið svona eins og þegar maður spyr hvernig óefnislegur Guð eigi að geta haft einhver áhrif í efnislegum heimi. (Samt ekki alveg hliðstætt). Eða hvernig Descartes sá fyrir sér að óefnisleg sál tengdist efnislegum líkama. Hann gat aldrei útskýrt það vel, blessaður, en reyndi að staðsetja tengslin einhverstaðar í heilanum, minnir mig).

Eða er það misskilningur að deilan standi um þetta. Er kannski frekar deilt um hvað hlutirnir (efnislegir, áþreifanlegir) eru kallaðir, frekar en hvað þeir eru? Snýst deilan um orð og hugsun en bara alls ekki efnisveruleika?

Það sem Stock segir er tiltölulega augljóst og skýrt, en sú æðisgengna gagnrýni sem hún hefur sætt bendir til að málflutningur hennar sé talinn beinlínis hættulegur. Er hún að halda fram hugmyndafræði - sem er þá skaðleg? Er hún ekki frekar bara að tala um áþreifanlegan, efnislegan veruleika og að hann lúti ekki sömu lögmálum og hugmyndir - verði til dæmis ekki breytt með hugmyndum?


Daily Mail fjallar um heimspeki (Kathleen Stock)

Það er sannarlega ekki oft sem breska "götublaðið" The Daily Mail fjallar um heimspekinga, en nú hefur hin alræmda Kathleen Stock, prófessor við University of Sussex, orðið þess heiðurs aðnjótandi. 

Sjá hér.

En það kemur ekki til af góðu. Hópur nemenda við háskólann gerir sitt besta til að hrópa hana af á þeim forsendum að hún sé transfóbísk. Nemendur vilja ekki koma fram undir nafni og hafa því sameinast í "leynimakki" eins og The Times segir frá.

Um daginn birtu breskir heimspekingar opið bréf til stuðnings Stock, þar sem þeir lýsa afstöðu hennar á þá leið að hún "takist á við þá spurningu hvort skipt skuli út kyni (sex) fyrir sjálfskilgreinda kynvitund (gender) í öllu lagalegu, pólitísku og félagslegu samhengi, eins og nú er vilji fyrir í Bretlandi."

Heimspekingarnir taka fram að ef til vill sé það rangt hjá Stock að enn sé að finna mikilvægar aðstæður þar sem kyn sé mikilvægara en kynvitund, en mestu skipti þó að hægt sé að ræða þessi mál opinskátt.

Í frétt The Times segir að Stock telji að fólk geti ekki breytt líffræðilegu kyni sínu, og hafi hún viðrað þessa skoðun sína opinberlega, m.a. á samfélagsmiðlum.


Um einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum

Athyglisverð stuttmynd um baráttu sumra Bandaríkjamanna fyrir frelsi.

Dying in the Name of Vaccine Freedom


Vigdís útskýrir þrasgirni landans

„Mér finnst vanta mjög í þjóðfélag okkar að kenna heimspeki. Ég vil hafa heimspekikennslu – byrja á því í barnaskóla – og kunna að aðgreina hugmyndir og kunna að ræða á skilgreinandi hátt saman hugmyndir hverra annarra í stað þess að byrja alltaf að rífast. Þetta er svo árásargjarnt þjóðfélag því það er alltaf verið að rífast um hugmyndir án þess að skilgreina þær.“
- Vigdís Finnbogadóttir í viðtali á RUV 6. júní 2021

(Takk fyrir ábendinguna, Skúli Pálsson)

 


Eru vísindaleg aðferð, rökhugsun og stærðfræði einfaldlega valdatæki elítunnar?

Stutt og hnitmiðuð grein eftir Richard Dawkins.

The insidious attacks on scientific truth


Trójuhesturinn Joe Biden og kænska sögunnar

Það er ég viss um að einhverstaðar er Hegel gamli núna brosandi út að eyrum - sem var honum reyndar alls ekki tamt, hann þótti frekar fýlulegur.

Sigur Joe Biden í Bandaríkjunum er nefnilega skólabókardæmi um það sem Hegel kallaði "kænsku sögunnar" - hvernig einstaka manneskjur eru ekki annað en lítil peð á skákborði hinnar sögulegu framvindu. 

Því að Joe Biden er Trójuhestur - nægilega sléttur og felldur til að mikill fjöldi Bandaríkjamanna gat hugsað sér að kjósa hann frekar en Trump; eða til að losna við Trump.

En hið sögulega hlutverk Bidens er að koma Kamala Harris í forsetastólinn. Því eins og bent hefur verið á er Biden nokkuð við aldur og ekki víst að hann haldi út kjörtímabilið.

Hann verður þó að öllum líkindum einhver merkasti forseti í sögu Bandaríkjanna - ekki síst þegar Harris tekur við.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband