Hvers vegna þarf rithöfund til?

Spurt er að því í Lesbók í dag hvers vegna þurft hafi rithöfund til að benda Íslendingum á það sem Andri Snær bendir á í nýju bókinni sinni. Hvers vegna fjölmiðlar hafi ekki verið búnir að benda á þessi sannindi. Mér er nær að halda að svarið blasi við.

Frægð umrædds rithöfundar - í þessu tilviki Andra Snæs - skiptir jafn miklu máli, ef ekki meira máli, og innihaldið í bókinni hans. Ef nú til dæmis einhver Viðhorfsskrifari Morgunblaðsins hefði tekið sig til og skrifað nokkrar greinar  sem innihéldu nákvæmlega það sama og bók Andra Snæs hefði það aldrei vakið athygli. Hvers vegna ekki? Vegna þess að enginn Viðhorfaskrifari í Mogga er frægur.

Það er nú bara einusinni þannig að á Íslandi eins og í flestum öðrum samfélögum skiptir meira máli hver maður er en hvað maður hefur að segja. Frank McCourt, höfundur Angela's Ashes, sagði einhverju sinni frá því hvað sér hefði fundist það skondið að eftir að hann varð frægur fyrir bókina fóru fjölmiðlar að leita álits hans á hinum aðskiljanlegustu málefnum sem hann hafði ekki fram að þvi talið sig hafa vit á. En hann var orðinn frægur og þar með málsmetandi.

Hvernig stendur á því á málum er svona öfugsnúið farið?

 Málið er vísast flóknara. Til dæmis ræður það miklu að ef rithöfundur fjallar um tiltekið mál þá vekja fjölmiðlar athygli á því með þvi að fjalla um umfjöllun hans og þar með verður umfjöllun hans margfalt meira áberandi en ella. Morgunblaðið hefði ekki getað fjallað um skrif eigin Viðhorfaskrifara með sama hætti og það hefur fjallað um bók Andra Snæs.

Það er eflaust meira í þessu, en ég held að það bíði bara Viðhorfs ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil fá Sveppa fyrir utanríkisráðherra. Hann myndi ganga hreint til verks og stinga hausnum undir migu 26 manna sendinefndar Ameríkana.

Magni Hjálmarsson (IP-tala skráð) 1.4.2006 kl. 13:29

2 identicon

Svo hefur fjöldi pípulagningamanna, friðarsinna, náttúruverndarsinna, grænmetisæta, grænmetisæta í hungurverkfalli og þunglyndissjúklinga í hungurverkfalli, þunglyndar grænmetisætur í verkfalli og smiðir, að undanskildum öllum leigubílsstjórunum, fyrir löngu skellt fram nákvæmlega sömu hugmyndum. Er þessvegna sammála fyrsta ræðumanni: Þetta eru nóboddí sem enginn hlustar á.

Jón Aðalst. (IP-tala skráð) 1.4.2006 kl. 23:48

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég held að þetta sé alveg rétt athugað hjá þér Jón Aðalsteinn. -Kristján

Kristján G. Arngrímsson, 3.4.2006 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband